Enski boltinn

Vilja Pulis burt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pulis hélt Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14.
Pulis hélt Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14. vísir/getty
Stuðningsmenn West Bromwich Albion vilja sjá knattspyrnustjóra liðsins, Tony Pulis, rekinn frá félaginu.

West Brom tapaði 0-4 á heimavelli gegn Chelsea í gær og hefur Pulis aðeins stýrt liðinu til sigurs í tveimur af síðustu 21 leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Eigandi félagsins, Guochuan Lai, gerði sér ferð frá Kína til þess að vera á leiknum í gær og verður að teljast líklegt að starf Pulis sé í hættu. Liðið situr í 17. sæti deildarinnar og gæti dottið niður í fallsæti vinni West Ham sigur í dag.

West Brom byrjaði leikinn betur í gær, en um leið og Edin Hazard kom Chelsea yfir þá hrundi leikur heimamanna og var staðan 0-3 í leikhléi. Þegar fjórða markið kom um miðjan seinni hálfleik fóru stuðnignsmenn Albion að flykkjast út af vellinum.

Þeir fáu sem eftir stóðu bauluðu á liðið er leiknum lauk og kölluðu „Pulis út.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×