Handbolti

Aron með þrjú mörk í tapi Barcelona

Dagur Lárusson skrifar
Aron í leik með Vezprem.
Aron í leik með Vezprem. vísir/getty
Það var íslendingaslagur í meistaradeildinni í handbolta í dag þegar ungverska liðið MOL-Pick Szeged tók á móti spænska liðinu Barcelona.

Eins og vitað er er Aron Pálmarsson ný búinn að ganga til liðs við Barcelona og í liði Szeged er Stefán Rafn Sigurmannsson.

Þetta var jafn leikur frá upphafi til enda en það var heimaliðið sem var þó yfirleitt með forystuna og var staðan 16-13 í leikhlé.

Í seinni hálfleiknum jafnaðist leikurinn ennþá meira þegar líða fór á og voru lokamínúturnar æsispennandi en að lokum voru það heimamenn í Szeged  sem fóru með sigur af hólmi 31-28.

Aron  Pálmarsson skoraði 3 mörk í liði Barcelona á meðan Stefán Rafn skoraði sex mörk fyrir Szeged og var með 100% skotnýtingu.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel voru einnig í eldlínunni í dag en þeir báru sigurorð á slóvenska liðinu Celje 28-27.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×