Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Höttur 91-62 | Toppliðið sló ekkert af

Hákon Ingi Rafnsson skrifar
Axel Kárason, leikmaður Stólanna.
Axel Kárason, leikmaður Stólanna. vísir/andri
Tindastóll mætti Hetti  8. umferð Domino´s deildar karla, og endaði það með 29 stiga sigri Tindastóls, 91-62.

Liðin byrjuðu leikinn hnífjafnt, en í 1. leikhluta leit Hattarliðið þó töluvert betur út, ekkert gekk upp hjá Tindastólsliðinu og lentu þeir snemma í smávægilegum villuvandræðum.

Í 2. leikhluta var það sama upp á teningnum, ekkert gekk upp hjá heimamönnum en Hattarmenn hittu illa og bæði liðin spiluðu ekki nógu góða vörn. Gáfu fullt af opnum skotum, en settu þau sjaldan niður. Í 3. leikhluta breyttist þetta þó. Þá datt allt Tindastólsliðið í gang og setti vörnina í lás. Tindastóll vann 3.leikhluta 24-6.

Í 4. leikhluta var sama sagan nema leikmenn voru þá orðnir pirraðir og ekki hjálpaði það, en Hattarmenn náðu ekkert að saxa á forskot Tindastólsmanna sem þeir höfðu unnið sér í 3. leikhluta.

Afhverju vann Tindastóll?

Heimamenn voru með betri liðsheild en Höttur og í seinni hálfleiknum þá var Höttur ekki að vinna nógu vel eins og lið.

Hvað stóð upp úr?

Brandon Garrett leikmaður Tindastóls var með 25 stig og 10 fráköst en hann fór útaf með 5 villur við lok 4 leikhluta.

Hvað gekk illa?

Eins og áður kom fram þá var Höttur ekki að spila nógu vel sem lið heldur voru sóknirnar að fara bara í einn á einn viðureignir frá þriggja stiga línunni, og er það eitthvað sem verður að breytast.

Hvað gerist næst?

Eftir landsleikhléið þá fer Tindastóll í Frostaskjólið og spilar gegn KR í stórleik. Höttur fær svo Þór Þorlákshöfn í en þau lið eru í botnbaráttu deildarinnar.

Hreinn: Misstum þá fram úr okkur

Hreinn Gunnar Birgisson, leikmaður Hattar, sagðist vera ánægður með fyrri hálfleik en sagði svo „Tindastóll mætti bara með meiri kraft á seinni hálfleik og þá voru þeir mikið betri.“

Hreinn sagði einnig að þeir þurfa að vinna næsta leik í botnbaráttunni.

Viðar Örn: Við getum þetta vel

Viðar Örn, þjálfari Hattar, sagði að þeir hafa bara ekki mætt í seinni hálfleikinn og Tindastóll hafi þvingað þá út í að missa bolta og að taka léleg skot.

Viðar segir einnig að þeir hafi þó spilað fyrri hálfleikinn vel og að liðið getur þetta, það er bara spurning um að setja saman 40 mínútur.

Björgvin Hafþór: Höttur var að spila vel í fyrri hálfleik

Björgvin Hafþór, leikmaður Tindastóls, sagði að Tindastóll hafi ekki verið að spila illa í fyrri hálfleik heldur var Höttur að spila vel.

Yngri bróðir Björgvins, Bergþór spilar með Hetti og sagði Björgvin að það væri mjög skrýtið að spila gegn honum en hann var samt ekkert að hugsa um það þegar þeir byrjuðu.

Israel Martin: Ég ber mikla virðingu fyrir Hetti

Martin, þjálfari Tindastóls, sagði að þeir börðust meira í seinni hálfleik og það hafi verið ástæðan fyrir sigrinum.

Hann bætti þó einnig við að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir vegna þess að þeir verða að vinna Hött, en Höttur verður þó ekki að vinna Tindastól, og það hafi gert leikinn erfiðari.

Hann bætir því svo við að hann ber mikla virðingu fyrir öllu Hattarliðinu og þjálfaranum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira