Erlent

Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mugabe fékk að sækja útskriftarathöfn í fyrradag.
Mugabe fékk að sækja útskriftarathöfn í fyrradag. Vísir/AFP
Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta.

Fyrr í dag var hann settur af sem formaður flokks síns, Zanu-PF. Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi flokksins.

Mugabe rak Mnangagwa fyrir um tveimur vikum síðan og er ótrúleg atburðarás síðustu dag í Simbabve rakin til brottrekstrarins. Her landsins tók völdin í kjölfarið.

Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. Í ávarpinu hét hann því að starfa áfram sem forseti. Hafði honum verið gefinn eins dags frestur til að segja af sér. Fresturinn rennur út á morgun.

Var því eins og áður segir, búist við að hann myndi segja af sér í kvöld. Það hefur hann þó ekki gert og virðist því flókin staða í Simbabve hafa flækst enn frekar.


Tengdar fréttir

Funda um Mugabe í dag

Búist er við því að hershöfðingjar kalli Mugabe á fund sinn í dag og reyni að fá hann til að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×