Erlent

Lyfti andanum frekar en farsímanum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það hefur valdið Frans páfa vonbrigðum að sjá hve margir nota farsímana sína í messu.
Það hefur valdið Frans páfa vonbrigðum að sjá hve margir nota farsímana sína í messu. Vísir/getty
Frans páfi beindi orðum sínum til kirkjugesta í ræðu sem hann hélt í St. Peter‘s torgi á miðvikudag. Hann biðlaði til fólks að leggja frá sér farsímana þegar það kæmi til messu. Það hafi valdið páfanum vonbrigðum að sjá eins margt fólk og raun bar vitni nota farsíma í messu þegar það ætti frekar að tilbiðja. Þetta kemur fram á vef CNN.

Páfinn segist ósjaldan sjá farsímana á lofti. Kirkjugestir taki myndir af því sem fram fari eins og um sýningu sé að ræða. Það séu ekki aðeins kirkjugestir sem séu sekir um þetta heldur líka forystufólk kirkjunnar „Þetta eru líka margir prestar og biskupar, fyrir alla muni, þetta er ekki sýning,“ segir páfinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Frans lætur í ljós óánægju sína með ofnotkun farsíma. Fyrr á þessu ári spurði hann kirkjunnar fólk að því hvað myndi gerast ef það skoðaði Biblíu jafn oft og það skoðaði farsímann sinn.

„Þegar fjölmiðlar og hinn stafræni heimur er sínálægur verða afleiðingarnar þær að koma í veg fyrir að fólk læri að lifa skynsamlega, hugsa djúpt og elska rausnarlega segir páfinn.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×