Enski boltinn

Deeney dæmdur í þriggja leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Deeney er hér að tuska Joe Allen til. Ójafn leikur.
Deeney er hér að tuska Joe Allen til. Ójafn leikur. vísir/getty

Troy Deeney, fyrirliði Watford, verður fjarri góðu gamni í næstu þremur leikjum síns liðs eftir að hafa verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að taka hraustlega á Joe Allen, leikmanni Stoke.

Það sauð upp úr í leiknum er Deeney gaf boltann fyrir í leiknum í stað þess að láta Stoke fá hann enda hafði Stoke sparkað boltanum af velli þar sem leikmaður lá meiddur á vellinum.

Deeney tók Allen meðal annars hálstaki og gekk allt of langt. Hann fékk aðeins gult spjald á vellinum en aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók málið fyrir og henti honum í bann.

Deeney sættir sig við bannið og mun ekki áfrýja. Hann mun missa af leikjum gegn Everton, West Ham og Newcastle.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.