Íslenski boltinn

Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hallgrímur Jónasson í landsleik gegn Mexíkó í byrjun þessa árs.
Hallgrímur Jónasson í landsleik gegn Mexíkó í byrjun þessa árs. vísir/getty
Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, er heldur betur eftirsóttur af liðum úr Pepsi-deildinni, samkvæmt heimildum Vísis.

Efstu fjögur lið síðustu leiktíðar; Valur, Stjarnan, FH og KR, vilja öll fá hann til sín, samkvæmt heimildum, sem og KA en Hallgrímur er að norðan.

Hallgrímur, sem verður 32 ára á næsta ári, er fastamaður í liði Lyngby en hefur verið meiddur undanfarnar vikur. Hann er þó að komast aftur af stað og er klár fyrir næstu helgi. Hann verður samningslaus í lok yfirstandandi tímabils.

„Ég er með samning við Lyngby út þetta tímabil en ég hef sjálfur ekki heyrt í neinum liðum heima. Ég þarf bara að meta stöðuna um áramótin en miðað við hvernig hefur gengið hjá mér reikna ég nú með að eiga möguleika á því að vera áfram úti,“ segir Hallgrímur við Vísi.

Hallgrímur er búinn að vera í atvinnumennsku frá því 2009 þegar að hann fór til GAIS í Svíþjóð. Hann gekk í raðir SönderjyskE í Danmörku árið 2011, síðar OB 2014 og svo fór hann til Lyngby á síðasta ári þar sem hann hefur spilað mjög vel.

Varnarmaðurinn var lykilmaður hjá Lyngby á síðustu leiktíð þegar að það náði þriðja sætinu í dönsku úrvalsdeildinni en það er núna í áttunda sæti eftir fjórtán umferðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×