Íslenski boltinn

Þrjár mikilvægar framlengja við Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Málfríður, Thelma Björk og Dóra María ásamt Pétri Péturssyni, þjálfara Vals.
Málfríður, Thelma Björk og Dóra María ásamt Pétri Péturssyni, þjálfara Vals. mynd/valur
Þrír lykilleikmenn hafa framlengt samninga sína við Val.

Þetta eru þær Dóra María Lárusdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir. Sú síðastnefnda skrifaði undir þriggja ára samning en hinar tvær tveggja ára samning.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir hópinn að Dóra, Fríða og Thelma verði áfram á Hlíðarenda, þær eru ekki bara framúrskarandi knattspyrnukonur heldur sterkir einstaklingar sem efla hópinn og starfið sem unnið er á Hlíðarenda,“ er haft eftir Pétri Péturssyni, nýráðnum þjálfara Vals, í tilkynningu frá félaginu.

Dóra María sleit krossband í hné síðasta vetur og missti fyrir vikið af öllu síðasta tímabili og EM í Hollandi.

Málfríður lék alla 18 leiki Vals í Pepsi-deildinni síðasta sumar og var í íslenska landsliðshópnum sem fór á EM. Thelma Björk spilaði 11 leiki fyrir Val á síðasta tímabili.

Dóra María, Málfríður og Thelma Björk hafa leikið lengi með Val og unnið fjölda titla með liðinu.

Valur endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×