Sport

Segir að Kaepernick sé loksins að fá vinnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colin Kaepernick er klár í að mæta aftur í NFL-deildina.
Colin Kaepernick er klár í að mæta aftur í NFL-deildina. vísir/getty
Lögfræðingur leikstjórnandans Colin Kaepernick, sem hóf öll þjóðsöngvamótmælin í Bandaríkjunum, segir að það styttist í að leikmaðurinn fái samning á nýjan leik í NFL-deildinni.

Lögfræðingurinn, Mark Geragos, býst við því að Kaepernick verði kominn með samning á næstu tíu dögum. Leikmaðurinn hefur verið án samnings síðan í mars er hann fór frá San Francisco 49ers.

Keapernick hefur sakað eigendur liða NFL-deildarinnar um að hafa tekið höndum saman í því að halda honum utan deildarinnar. Því eru flestir sammála enda mun lélegri menn en hann að fá samning í deildinni.

„Ég held að NFL-deildin sé loksins að ná áttum. Hver dagur sem líður án þess að Keapernick fái samning lætur þá líta verr út. Ég held að hann verði kominn með samning á næstu tíu dögum,“ sagði Geragos.

Kapernick er farinn í mál við eigendur liða NFL-deildarinnar þar sem hann sakar þá um að viljandi halda sér utan deildarinnar.

„Það eru að minnsta kosti sjö lið sem gætu gert við hann tveggja ára samning strax í dag. Ef það gerist þá verður hægt að leggja þessa málsókn til hliðar,“ bætti Geragos við.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×