Erlent

Jafnrétti verður ekki náð fyrr en eftir heila öld

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Skref var tekið í átt að jafnrétti þegar Sádi-Arabar ákváðu að heimila konum að keyra.
Skref var tekið í átt að jafnrétti þegar Sádi-Arabar ákváðu að heimila konum að keyra. Nordicphotos/AFP
Jafnrétti karla og kvenna verður ekki náð fyrr en eftir hundrað ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um jafnréttismál kynjanna sem birt var í gær. Ráðið hefur gefið út sams konar skýrslur undanfarin ellefu ár en talan sem miðað er við byggist á þróun undanfarinna ára.

Skýrslan í ár er sú fyrsta þar sem sýnt er fram á að afturför hafi orðið í þróuninni í átt að jafnrétti karla og kvenna frá árinu 2006. Í fyrra var talið að jafnrétti myndi nást eftir 83 ár en nú stendur talan eins og áður segir í heilli öld.

Þá kemur fram að það muni taka 217 ár að ná jafnrétti karla og kvenna á vinnustaðnum. Í síðustu skýrslu var sú tala 170 ár. Einnig segir í skýrslunni að launamunur kynjanna haldi áfram að aukast og hefur hann ekki verið meiri frá því samtökin hófu gerð þessara skýrsla.

Rannsóknin nær til 144 landa og er tekið tillit til atvinnumöguleika, menntunar, stjórnmálaþátttöku og heilsu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×