Enski boltinn

Hluti af húðflúri á hendi Cazorla fært á ökklann hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Santi Cazorla.
Santi Cazorla. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Arsenal hafa þurft að bíða lengi eftir því að sjá spænska miðjumanninn Santi Cazorla  spila á ný með liðinu. Meiðslasaga Santi Cazorla er efni í forsíðuburðinn á spænska íþróttablaðinu Marca.

Læknar sögðu Santi Cazorla þegar útlitið var verst að hann gæti verið ánægður ef hann gæti gengið eðlilega á ný.

Santi Cazorla hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í október 2016 en hann þurfti að fara í átta ökklaaðgerðir síðan.

Sárið gró aldrei og það komst í það ígerð. Santi Cazorla var í viðtali við spænska blaðið Marca þar sem hann sagði frá því að ígerðin hafði étið upp hásinina hans.





„Það vantar átta sentímetra á hásinina,“ sagði Santi Cazorla í viðtalinu við Marca.  Þegar verst gekk þá voru menn farnir að óttast um það að gæti misst fótinn vegna blóðeitrunar.

Síðasta aðgerðin hans Santi Cazorla fór fram í lok maí en þá voru læknar að endurbyggja hásinina hans.

Læknarnir tóku meðal annars sinn af vinstri hendi hans og settu á ökklann. Hluti af húðflúri Cazorla á hendinni fór með niður á ökklann.  Ökklinn hans Santi Cazorla er á forsíðu Marca í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.

Cazorla hefur verið í endurhæfingu síðan og hann er ekki búinn að gefa upp vonina um að spila fótbolta á nýjan leik. Hann hefur sett stefnuna á nýja árið.

Cazorla segist frá skilaboð frá mönnum eins og þeim Andres Iniesta, David Silva og David Villa næstum því á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×