Enski boltinn

Son á nú asíska markametið í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Son Heung-Min.
Son Heung-Min. Vísir/Getty
Son Heung-Min var hetja Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar hann tryggði Spurs öll þrjú stigin.

Son skoraði ekki bara eina markið í 1-0 sigri á Crystal Palace á Wembley heldur setti hann líka nýtt markamet.

Þetta var tuttugasta mark Son í ensku úrvalsdeildinni og er hann nú markahæsti asíski knattspyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Son Heung-Min er 25 ára Suður-Kóreumaður sem hefur spilað með Tottenham frá því að hann kom frá Batern Leverkusen 2015.

Son bætti met landa síns Park Ji-sung sem skoraði 19 mörk fyrir Manchester United á árunum 2005 til 2012.

Son Heung-Min er kominn með tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann skoraði 14 deildarmörk með Tottenham í fyrravetur.

Park Ji-sung átti mjög flottan feril á Old Trafford en hann varð fjórum sinnum ensku meistari með Manchester United (2007, 2008, 2008 og 2011). Park Ji-sung skoraði mest fimm mörk á tímabili bæði 2006-07 og 2010-11.

Þriðji maður á listanum er nú Suður-Kóreumaðurinn Ki Sung-yueng sem hefur skorað þrettán mörk fyrir Swansea og Sunderland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×