Innlent

Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið.
Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. Vísir/Getty
Eitthvað hefur borið á þrumum og eldingum á suðvesturhorninu síðasta klukkutímann. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að slíkt fylgi þegar skil lægðarinnar fara yfir landið.

Það er búið að vera svolítið af eldingarveðri á Suðurnesjum líka og slá út einhverjum kerfum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur í samtali við Vísi.

„Þetta er að gerast núna þegar skil lægðarinnar voru að fara yfir. Það er mikill óstöðugleiki í skiljunum og þar myndast svona miklir skúraklakkar og éljabakkar. Þeim fylgir eldingaveður svo væntanlega dregur eitthvað þegar skilin eru farin yfir.“

„Var þegar þau voru að ganga inn á Reykjanesskagann fyrir stundu. Það komu eldingar fyrst í Keflavík og sló niður eitthvað þar. Svo er þetta núna farið yfir í Hafnarfjörðinn. Svo verður kannski eitthvað í Reykjavík næsta hálftímann. En við vonum að það verði ekki tjón af þessu.“

Þegar skilin eru gengin yfir ætti að draga úr eldingaveðri.

„Þetta er bundið þessum skilum. En það er kannski ekki hægt að útiloka að það komi einhverjar eldingar í nótt hér á suður og vesturlandinu.“

Þrumurnar vöktu mikla athygli íbúa á suðvesturhorninu sem margir hverjir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×