Erlent

Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan í Texas að störfum eftir enn eina fjöldaskotárásina í Bandaríkjunum.
Lögreglan í Texas að störfum eftir enn eina fjöldaskotárásina í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn.

Hinn grunaði er sagður vera hinn tuttugu og sex ára gamli Devin Patrick Kelley. Þetta hefur CBS News heftir heimildarmönnum innan Alríkislögreglunnar. Maðurinn er grunaður um að hafa hafið skothríð á kirkjugesti í baptistakirkju í bænum Sutherland Springs í Texas með þeim afleiðingum að tuttugu og sex eru látnir og minnst tuttugu slasaðir.

Lögregluyfirvöld í Texas ítreka tölur yfir fjölda látinna og slasaðra gætu breyst. Árásarmaðurinn kom inn í kirkjuna klukkan hálf tólf að staðartíma á meðan á messu stóð og hleypti af skotum.

Dóttir prestsins við baptistakirkjuna var ein þeirra sem lét lífið í árásinni. Sherri Pomeroy, móðirin, sagði frá því að þau hjónin hefðu misst fjórtán ára dóttur sína og marga vini. Þau voru stödd í sitt hvoru fylkinu á meðan á árásinni stóð.

Ken Paxton, saksóknari í Texas, segir að margir þættir séu enn á huldu um skotárásina. 

Um 400 manns búa í bænum Sutherland Springs sem er í um 48 kílómetra fjarlægð frá borginni San Antonio.Google Maps



Fleiri fréttir

Sjá meira


×