Innlent

Enn blæs um Austfirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veðrið hefur ekki alveg sagt skilið við Austurland.
Veðrið hefur ekki alveg sagt skilið við Austurland. VÍSIR/VILHELM

Nú þegar mesta óveðrið er gengið niður er þó enn gul viðvörun í gildi á þremur landsvæðum.

Spáð er suðaustanstormi, með vindhraða á bilinu 18 til 25 m/s, á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Þar geta vindhviður farið yfir 35 m/s og búast má við samgöngutruflunum á síðarnefnda svæðinu.

Þá má búast við suðaustanhvassviðri eða -stormi á Austfjörðum og talsverðri snjókomu eða slyddu um tíma. Ætla má að úrkoman verði að rigningu þegar líða tekur á daginn. Þar má jafnframt búast við einhverjum samgöngutruflunum. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig, hlýjast syðst, en kólnar seinni partinn. 

Veðurstofan gerir ráð fyrir því að veðrið hafi að mestu gengið yfir upp úr hádegi. Þá er rafmagn jafnframt komið á alls staðar þar sem það fór af í gærkvöldi.

Það snýst svo í norðan og norðvestan 8-13 m/s með éljum á morgun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðvestlæg átt, víða 8-13 m/s og rigning eða slydda SA-til, en annars skúrir eða dálítil él. Hægari og úrkomulítið með kvöldinu. Hiti 0 til 5 stig S-til að deginum, en annars vægt frost. 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt, 10-15 m/s og slydda eða snjókoma á S-verðu landinu, en dálítil él fyrir norðan. Hiti kringum frostmark. 

Á fimmtudag:
Norðvestlæg átt, strekkingur og él NA-til, annars mun hægari og stöku él, en léttskýjað SA-til. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við sjávarsíðuna yfir daginn. 

Á föstudag:
Vestlæg átt með éljum, en bjartviðri eystra. Kólnandi veður. 

Á laugardag:
Norðvestlæg átt og él, en léttskýjað SA-til. Kalt í veðri. 

Á sunnudag:
Útlit fyrir hægan vind, bjartviðri og talsvert frost um land allt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.