Innlent

Níu manna fjölskyldu bjargað á Akureyri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Torfu­nes­bryggj­an, við Hof, er mjög illa var­in fyr­ir suðaustanátt­inni.
Torfu­nes­bryggj­an, við Hof, er mjög illa var­in fyr­ir suðaustanátt­inni. VISIR/PJETUR
Níu manna fjölskylda komst í hann krappan í Torfuneshöfn á Akureyri í nótt þegar skúta þeirra losnaði frá bryggju. Fjölskyldan býr í skútunni og er yngsta barnið tveggja mánaða gamalt.

Haft er eftir varðstjóra hjá lögreglunni Akureyri á mbl að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglunnar og björgunarsveitarfólks um klukkan hálf eitt í nótt. Höfðu þá festingarnar slitnað sem skúturnar eru festar saman með við flotbryggjuna.

Vart mátti tæpara standa, að sögn mbl, þegar fjölskyldunni var bjargað í landi. Að frátalinn skútu fjölskyldunnar, sem sögð er vera í stærri kantinum, hafi ein minni skúta nánast losnað alveg frá. Engin var um borð í öðrum skútum.

Fjölskyldunni var komið í húsaskjól í bænum en eftir á að kanna með skemmdir á skútunni og verður það gert í dag. Nánar má fræðast um málið hér og veðrið á Norðurlandi eystra með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Enn blæs um Austfirði

Nú þegar mesta óveðrið er gengið niður er þó enn gul viðvörun í gildi á þremur landsvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×