Erlent

Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Um er að ræða gagnaleka frá hitabeltisparadísinni Bermúda.
Um er að ræða gagnaleka frá hitabeltisparadísinni Bermúda. Visir/Getty
„Nokkra tugi Íslendinga“ er að finna í hinum svokölluðu Paradísarskjölum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.

Gagnalekinn varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum.

Sjá einnig: Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín 

Ólíkt Panamaskjölunum er Ísland smátt í þessum gagnaleka að sögn Reykjavík Media, sem hefur aðgang að gögnunum. Ekki hafi þannig fundist nöfn íslenskra stjórnmálamanna í gögnunum en þar er hinsvegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af Norðurlöndunum er Ísland með fæstu nöfnin í gögnunum, nokkra tugi að sögn Reykjavík Media, en Norðmenn flest eða um eitt þúsund. Greint verður frá nokkrum Íslendinganna á næstu dögum.

Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu

Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×