Lífið

Fallon aflýsir næstu þáttum vegna andláts móður sinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Fallon.
Jimmy Fallon. Vísir/Getty
Bandaríski kvöldþáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur aflýst næstu þáttum sínum eftir að móðir hans, Gloria Fallon, lést. Í yfirlýsingu frá NBC segir að gamlir þættir Fallon verða á dagskrá dagana 6. til 10. nóvember.

Í yfirlýsingunni kemur fram að NBC sendi Jimmy og fjölskyldu hans sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Variety greinir frá því að Gloria hafi andast á sjúkrahúsi síðastliðinn laugardag, degi eftir að NBC hætti við tökur á þætti Fallon vegna veikinda móður þáttastjórnandans.

Talsmaður fjölskyldu Fallon segir að Jimmy og aðrir ástvinir Gloriu hafi verið hjá henni þegar hún lést.

Gloria Fallon varð 68 ára gömul.

Að neðan má sjá innslag þar sem Fallon ræðir við útvarpsmanninn Howard Stern um móður sína síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×