Innlent

Bílar á Suðurnesjum skemmdust í rokinu

Atli Ísleifsson skrifar
Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað .
Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað . Vísir

Bílar á Suðurnesjum skemmdust þegar lausamunir fuku á þá í rokinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að bæði lögregla og björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi haft í í nógu að snúast í óveðrinu.

„Í morgun var lögreglu tilkynnt um talsvert tjón á þremur bifreiðum á Ásbrú sem virtist tilkomið þannig að lausamunir hefðu fokið á þær. Í nótt var tilkynnt um að farangursvagnar hefðu fokið á bifreið á Keflavíkurflugvelli.

Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað þegar gripið var í taumana.

Þá bárust margar tilkynningar um þakplötur sem voru farnar af stað í storminum og aðra lausamuni sem þurfti að koma böndum á svo þeir yllu ekki tjóni,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.