Innlent

Mörg útköll í óveðrinu tengd byggingarsvæðum: „Verktakar gætu gert betur“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa

Vindhviður fóru í allt að 65 metra á sekúndu þegar óveður gekk yfir landið í gær. Veðurofsinn náði hápunkti á áttunda tímanum og fylgdu honum þrumur og eldingar. Flugsamgöngur lögðust nær alveg af í gær og yfir 40.000 Íslendingar glímdu við rafmagnsleysi í framhaldi af þrumuveðrinu. Flest verkefni björgunarsveita tengdust þó byggingarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu.

„Við fengum nokkuð mörg verkefni tengd byggingarsvæðum og frágangi þar,“ segir Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Landsbjargar. 

„Það er alltaf töluvert um það að við þurfum að sinna byggingarsvæðum, verktakar gætu gert betur í því að ganga frá og tryggja svæðin og lausamuni þar.“

Jón segir að björgunaraðgerðir hafi gengið vel og að fólk hafi fylgt fyrirmælum um að halda sig innandyra í mesta óveðrinu. Mjög vel gekk að koma skilaboðum til ferðamanna og nær ekkert af útköllum í óveðrinu tengdust ferðafólki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.