Lífið

Gunni Helga og Björk selja: „Komið að þáttaskilum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg eign í Hafnarfirðinum.
Falleg eign í Hafnarfirðinum.
Leikarahjónin Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir hafa sett raðhús sitt í Hafnarfirði á sölu en húsið stendur við Stekkjarhvamm.

Um er að ræða tvö hundruð fermetra hús, þar af tuttugu fermetra innbyggður bílskúr.

Rúmgott og bjart tveggja hæða raðhús á rólegum og grónum stað í Hafnarfirði. Suðurgarður með heitum potti. Eldhús hefur verið endurnýjað og baðherbergi hússins er ný uppgert.

Hjónin tóku efri hæðina í nefið í sumar og var meðal annars sýnt frá því verkefni í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinu Gulla Byggir þar sem sjá má lokaútkomuna.



Húsið var byggt árið 1983 en kaupverðið er 68,5 milljónir. Hér að neðan má sjá fallegar myndir af eigninni en Gunnar greinir frá þessu sjálfur á Facebook og segir: Já, krakkar mínir. Það er komið að þáttaskilum. Raðhúsið komið á sölu og nú leitum við á önnur mið.



Smekklegt hús.
Skemmtilegt eldhús.
Rúmgóð stofa.
Efri hæði var tekin í nefið í sumar.
Glænýtt baðherbergi á efri hæðinni.
Pottur í garðinum hjá hjónunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×