Sport

Hardy rotaði andstæðing sinn á 32 sekúndum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hardy eftir bardagann.
Hardy eftir bardagann.
Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys og Carolina Panthers, Greg Hardy, keppti í fyrsta skipti í MMA um síðustu helgi og vann yfirburðasigur.

Það tók Hardy aðeins 32 sekúndur að rota Joe Hawkins. Hann náði fyrst góðu sparki sem hann fylgdi eftir með þungu hægri handar höggi sem kláraði Hawkins.

Hardy var stjarna í NFL-deildinni allt þar til hann gekk í skrokk á unnustu sinni. Hann hefur síðan verið í stöðugum vandræðum utan vallar.

Hardy æfði í ár fyrir þennan bardaga í hinum fræga MMA-sal hjá American Top Team þar sem margir bestu bardagakapparnir í UFC æfa.

Hardy, sem er 29 ára, tekur þennan nýja feril sinn alvarlega og segist stefna á að fá samning hjá UFC.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×