Viðskipti innlent

Félag Péturs Árna hagnaðist um 42 milljónir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Félag Péturs Árna á 67 prósenta hlut í Myllusetri, útgefenda Viðskiptablaðsins.
Félag Péturs Árna á 67 prósenta hlut í Myllusetri, útgefenda Viðskiptablaðsins.
Fjárfestingafélag Péturs Árna Jónssonar, lögfræðings og framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Heildar, hagnaðist um 41,8 milljónir króna í fyrra. Jókst hagnaðurinn um 31 prósent á milli ára, en hann var tæpar 32 milljónir árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.

Eignir félagsins, PÁJ Invest, námu tæplega 327 milljónum í lok síðasta árs og jukust um tæpar 50 milljónir á milli ára. Þá var eigið fé þess um 305 milljónir í árslok borið saman við 263 milljónir í lok árs 2015.

Í ársreikningnum kemur fram að félagið eigi eignarhlut í GPS Invest, Norðureign, Kaffi Vest og Myllusetri, útgefanda Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta. Félag Péturs Árna á 67 prósenta hlut í Myllusetri á móti 33 prósenta eignarhlut félags Sveins Biering Jónssonar fjárfestis.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×