Innlent

Snjóar í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
,,Og það snjóar" eins og Sigurður Guðmundsson söng hér um árið.
,,Og það snjóar" eins og Sigurður Guðmundsson söng hér um árið. Vísir/Ernir

Það mun snjóa víða á landinu í dag að mati Veðurstofunnar sem gerir ráð fyrir breytilegri átt, 5 til 13 m/s. Þá muni líklega örla á rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu. Á Austurlandi verður norðvestan 13 til 20 m/s seint í kvöld en hægari vindur vestanlands og léttir til um landið sunnanvert.

Það mun svo snúast í vestlæga átt á morgun með vindhraða upp á 13 til 18 m/s austanlands en hægari vind vestantil. Áfram verður snjókoma á köflum á Norðurlandi en léttskýjað syðra.

Þá má gera ráð fyrir nokkuð vægu frosti norðantil en um 1 til 6 stiga hita um landið sunnanvert. Það gæti þó orðið allt að 7 stiga frost á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt 5-13 m/s og él, en bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Víða vægt frost, en hiti rétt ofan frostmarks með ströndinni. Norðlægari um kvöldið og bætir í vind á austurhelmingi landsins og fer að snjóa á Norðausturlandi.

Á föstudag:
Norðvestan 15-23 um landið austanvert, en mun hægari vindur vestantil. Snjókoma á Norður- og Austurlandi og víða él við vesturströndina, en léttskýjað suðaustanlands. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum vestanlands.

Á laugardag:
Norðan 5-10, en 10-15 með austurströndinni. Snjókoma norðantil á landinu, en léttskýjað syðra. Áfram fremur kalt í veðri.

Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið á vestanverðu landinu og fer að hlýna þar.

Á mánudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestan átt og rigningu vestantil á landinu en léttskýjað á Norðausturlandi. Frost í innsveitum austanlands en 3 stiga hiti suðvestantil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.