Innlent

Íslenskur matur svívirðilega dýr og svo kostar á klósettin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólk ætti að gista hér í viku vilji það auka líkurnar á að sjá norðurljósin.
Fólk ætti að gista hér í viku vilji það auka líkurnar á að sjá norðurljósin. VÍSIR/ERNIR
Ferðablaðamaðurinn Sophie-Claire Hoeller gefur lesendum sínum í dag 13 ráðleggingar um hvað beri að hafa í huga ætli þeir sér að fara til Íslands. Hoeller nýtur ágætis vinsælda en ætla má að næstum 200 þúsund manns hafi flett í gegnum ráðleggingar hennar síðastliðinn sólarhring.

Hún lýsir Íslandsferðum sem hinum fullkomnu „löngu helgarfríum“ enda sé ekki nema fimm tíma flug frá austurströnd Bandaríkjanna til Íslands. Ekki skemmir fyrir að flugverðið er viðráðanlegt þessa dagana.

Engu að síður þurfi að hafa nokkra hluti í huga áður en maður bókar ferð hingað til lands. Þær eru nánar tiltekið 13 talsins, ráðleggingarnar sem „enginn gefur þér um ferðir til Íslands.“

Þá má sjá hér að neðan. Með því að smella hér má nálgast sjálfa greinina með nánari útskýringu á hverjum lið fyrir sig.



  • Matur er svívirðilega dýr
  • Það er ólykt af íslenska vatninu sem er samt drykkjarhæft
  • Manni líður eins og maður sé í Bandaríkjunum
  • Það eru ferðamannahjarðir alls staðar
  • Það er ofboðslega mikið um framkvæmdir
  • Takmörkuð dagsbirta krefst skipulagningar
  • Klósett eru fá og langt á milli þeirra, svo þarftu stundum að borga fyrir að nota þau
  • Maður eyðir miklum tíma í bíl
  • Jarðvarmalaugar eru hræðilegar fyrir hárið
  • Þú þarft ekki seðla eða klink
  • Þú munt eflaust ekki sjá norðurljósin
  • Veðrið er ótrúlega hverfult
  • Þú þarft að bóka tíma í Bláa lónið fyrirfram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×