Sport

Till fær draumabardaga Gunnars Nelson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Till fagnar hér sigri á Kúrekanum.
Till fagnar hér sigri á Kúrekanum. vísir/getty
Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald „Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli.

Dana White, forseti UFC, staðfesti í gær að Till muni fá að berjast við sjálfan Stephen „Wonderboy“ Thompson næst. Till hefur unnið 16 bardaga, gert eitt jafntefli og aldrei tapað.

Englendingurinn er því að fá risatækifæri á toppi veltivigtarinnar Klári hann Thompson gæti verið stutt í titilbardaga. Gunnar Nelson hefur áður lýst yfir miklum áhuga á að berjast við Thompson en ekki enn fengið. Nú fær Till, sem var að stökkva upp á stjörnuhiminn, draumabardagann hans Gunna.

Bardagi þeirra mun fara fram þann 24. febrúar næstkomandi. Það bardagakvöld átti að fara fram í Orlando en UFC ætlar að flytja það yfir til Englands. Þeir munu berjast annað hvort í Liverpool eða London.

Uppfært:

Nú undir kvöld sagði þjálfari Thompson að skjólstæðingur sinn hefði engan áhuga á því að berjast við Till á þessum tímapunkti. Það er því ekki víst að það verði af þessum bardaga þó svo Dana sé á því láta hann fara fram.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×