Viðskipti erlent

Ætla að fella niður skattaafslátt við kaup rafbíla

Samúel Karl Ólason skrifar
Greinendur segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors.
Greinendur segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Vísir/AFP

Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega.

Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum.

Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.

Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það.

Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.