Viðskipti innlent

Bein útsending: Nýjasta fjártækni og vísindi

Tinni Sveinsson skrifar
Fjártækni og tryggingatækni verða efst á baugi í dag.
Fjártækni og tryggingatækni verða efst á baugi í dag.
Samtök fjármálafyrirtækja halda í dag ráðstefnuna SFF-dagurinn 2017. Hún er helguð fjártækni (e. fintech) og tryggingatækni (e. insurtech). 

Ráðstefnan er í beinni útsendingu hér á Vísi.

Aðalræðumaður verður Chris Skinner höfundur bókanna Digital Banking og ValueWeb. Skinner er heimsþekktur fyrirlesari og vinsæll álitsgjafi um áhrif stafrænnar tækni á framþróun fjármálageirans.

Auk Skinners mun Sesselja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Tagplay fjalla um hvaða væntingar stafræna kynslóðin hefur til fjármálaþjónustu og framþróun hennar.

Ráðstefnan hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16 en hægt er að horfa á beinu útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×