Fótbolti

María fagnaði sigri á móti Glódísí Perlu í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar töpuðu alltof stórt í kvöld. Hér er Glódís með félögum sínum í landsliðinu eftir tapleik á EM í sumar.
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar töpuðu alltof stórt í kvöld. Hér er Glódís með félögum sínum í landsliðinu eftir tapleik á EM í sumar. Vísir/Getty
Chelsea er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir 3-0 sigur á sænska liðinu Rosengård í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitunum í kvöld.

María Þórisdóttir lék í stöðu vinstri bakvarðar í vörn Chelsea og Glódís Perla Viggósdóttir var allan tímann í miðverðinum hjá Rosengård.María var tekin af velli á 79. mínútu.

Mörk Chelsea skoruðu þær Fran Kirby (33. mínúta), Ramona Bachmann (66. mínúta) og Gilly Flaherty (73. mínúta). Hér fyrir neðan má sjá tvö fyrstu mörkin hjá Chelsea.





María Þórisdóttir spilar með norska landsliðinu en hún er dóttir Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar sem er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Báðar eru þær tiltölulega nýkomnar til sinna liða, María kom til Chelsea í sumar frá norska liðinu Klepp og Glódís Perla kom til Rosengård frá Eskilstuna.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Rosengård í næstu viku en útlitið er ekki bjart fyrir Glódísi Perlu og félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×