Viðskipti innlent

Spennan minnkar í hagkerfinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ferðaþjónustu er spáð áframhaldandi vexti.
Ferðaþjónustu er spáð áframhaldandi vexti. vísir/GVA
Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir 4,2 prósenta hagvexti í ár en að svo taki að hægjast á og að hagvöxtur verði milli tvö og þrjú prósent til 2020. Það þykir eðlilegri hagvöxtur til lengri tíma.

Greiningardeildin telur að einkaneysla muni draga vagninn út spátímann, en einnig verði nokkur fjárfesting. Ferðaþjónusta muni áfram vaxa en hægar en áður og sterk króna og mikill kaupmáttur muni styðja við áframhaldandi innflutningsvöxt.

Greiningardeild telur að arðgreiðslur úr bönkunum geti hjálpað ríkinu við að fjármagna uppbyggingu innviða, en þær dragi um leið úr getu ríkisins til að greiða niður skuldir. „Skoða þarf fleiri leiðir til fjármögnunar, skilgreina hlutverk einkaaðila og hvaða verkefni fjármagna má með notendagjöldum,“ segir í hagspánni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×