Innlent

Gular viðvaranir á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ætla má að hvasst verði á þessum svæðum.
Ætla má að hvasst verði á þessum svæðum. Veðurstofan

Gul viðvörun Veðurstofunnar verður í gildi á morgun fyrir þrjú landssvæði; Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland.

Er þar gert ráð fyrir norðvestan 18 til 25 m/s og hviðum sem gætu farið yfir 40 m/s. Þá geti meðalvindur farið yfir 25 m/s í staðbundnum strengjum við fjöll. Það tekur að hvessa á Austurlandi um klukkan 10, klukkan 13 á Austfjörðum og um klukkan 17 á Suðausturlandi. Ætla má að vind lægi aðfaranótt laugardags.

Veðurstofan telur að aðgát skuli því höfð þegar ferðast er um svæðin.

Þá er gert ráð fyrir él fyrir norðan og norðaustan í dag en annars annars bjart með köflum og líkur á stöku éljum á suður- og suðvesturhorninu. Hiti um og undir frostmarki.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Gengur í norðvestan 13-23 m/s um landið austanvert, hvassast við ströndina, en mun hægari vindur V-til. Víða él, en léttskýjað SA-lands og snjókoma N-til um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag:
Norðan 5-10 m/s, en 10-15 með A-ströndinni. Snjókoma um landið N-vert, en léttskýjað syðra. Úrkomuminna seinnipartinn. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið V-lands og fer að hlýna þar.

Á mánudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og slydduél eða él V-til, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu um landið S-vert og hlýnandi veðri, en slydda V-lands. Víða bjart og kalt í veðri annars staðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.