Innlent

Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag

Atli Ísleifsson skrifar
Sandgerðishöfn.
Sandgerðishöfn. Vísir/gva

Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs næstkomandi laugardag.

Í tilkynningu kemur fram að bæjarstjórnir sveitarfélaganna hafi skipað samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna síðasta haust og hafi hennar verið ætlað að kanna kosti og galla mögulegrar sameiningar.

„Niðurstöður voru kynntar íbúum í maí og á fundum bæjarstjórna sveitarfélaganna í júní var ákveðið að fram fari atkvæðagreiðsla meðal íbúanna um hvort sveitarfélögin verði sameinuð.  Atkvæðagreiðslan fer fram næstkomandi laugardag þann 11. nóvember.

Síðustu vikur hefur samstarfsnefndin staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna og forsendum hennar og meðal annars haldið íbúafundi í hvoru sveitarfélagi fyrir sig.

Tæplega sex kílómetrar skilja byggðarlögin að en sveitarfélögin eru að mörgu leyti lík og með svipaðan íbúafjölda, Sveitarfélagið Garður með 1.625 íbúa og Sandgerðisbær með 1.760 íbúa. Gríðarleg íbúafjölgun hefur verið í báðum sveitarfélögum síðustu ár,“ segir í tilkynningunni.

Sérstök upplýsingasíða hefur verið opnuð þar sem finna má allar helstu upplýsingar um stöðu sveitarfélaganna sem og spurningar frá íbúum og svör við þeim. Þá hefur KPMG unnið skýrslu um sameiningu sveitarfélaganna.

Gera má ráð fyrir að úrslit kosninganna liggi fyrir um miðnætti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.