Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - ÍR 69-77 | ÍR-ingar gefa ekkert eftir

Sindri Freyr Ágústsson skrifar
Danero Thomas skoraði 16 stig í kvöld.
Danero Thomas skoraði 16 stig í kvöld. Vísir/Anton
ÍR-ingar ætla ekki að gefa neitt eftir í Domino´s deild karla í körfubolta en Breiðhyltingar sóttu tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld.  ÍR vann leikinn 77-69 og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð og fimm af fyrstu sex deildarleikjum tímabilsins. Heimamenn hafa hinsvegar aðeins unnið einn deildarleik.

Af hverju vann ÍR?

Liðsandinn í hjá ÍR liðinu er gríðarlega og góður og sást það vel í kvöld. Það sést að þeir eru að spila fyrir liðið en ekki fyrir þá sjálfa. Þeir komu með mikla baráttu strax í byrjun og sást það á þeim að þeir ætluðu sér að sigra þennan leik.

Tapaðir boltar heimamanna hjálpuðu gestunum mjög mikið að klára þennan leik, Þórsarar töpuðu 18 boltum sem er einstaklega lélegt. Það gerir það erfitt að vinna leiki þegar liðið tapar boltanum svona oft.

Bestu menn vallarins?

Leikmaðurinn sem bar mest af í kvöld var Ryan Taylor, Þórsarar réðu illa við hann í teignum. Taylor endaði með trölla tvennu, 22 stig og 15 fráköst. Kristinn Marinósson átti hörku leik, hann skoraði fimm þrista og endaði með 19 stig. Danero Thomas var einnig flottur og skilaði hann 16 stigum.

Hjá heimamönnum var Jesse Pellot Rosa stigahæstur með 18 stig og átti hann fínan leik. Halldór Garðar Hermannsson skilaði fínustu tölum og endaði hann með 10 stig. Aðrir leikmenn hjá Þórsörum skoruðu minna.

Hvað gekk illa?

Tapaðir boltar voru of margir, 30 í heildina og áttu gestirnir þó minnihlutann, ÍR átti 12 tapaða gegn 18 hjá Þórsörum.

Sóknin gekk frekar illa og voru bæði lið að skora frekar lítið.

Hvað gerist næst?



Þórsarar fara í heimsókn á krókinn í næstu umferð og mæta Tindastól þar. ÍR fá hinsvegar heimaleik í næstu umferð þegar þeir mæta Val.

Þór Þ.-ÍR 69-77 (23-21, 17-21, 16-13, 13-22)

Þór Þ.: Jesse Pellot-Rosa 18/12 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 6, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Magnús Breki Þórðason 3, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Helgi Jónsson 0.

ÍR: Ryan Taylor 22/15 fráköst, Kristinn Marinósson 19/5 fráköst, Danero Thomas 16/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 5/5 fráköst, Ísak Máni Wíum 0, Skúli Kristjánsson 0, Daði Berg Grétarsson 0/5 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Trausti Eiríksson 0.

Einar Árni Jóhannsson.Vísir/Ernir
Einar Árni: Það vantaði ekkert viljann

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs var svekktur eftir tapið í kvöld. „Ég held að Þórsliðið hafi ekki tapað svona mörgum boltum síðan að ég tók við þeim, 18 stykki og margir af þeim alveg stór furðulegir,“ sagði Einar Árni.

„Um tíma vorum við að gera vel varnarlega en svo gleymum við Danero Thomas og hann setur niður þrjá þrista sem voru rándýrir. Á sama tíma erum við í mestu vandræðum að koma boltanum ofaní körfuna,“ sagði Einar um varnarleikinn.

Einar var samt sáttur með baráttuna og viljann. „Það vantaði samt ekkert viljann í dag menn voru alveg að berjast en það var bara ekki nóg,“ sagði Einar Árni.

Borche Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/Ernir
Borche: Hafði smá áhyggjur

Borche Ilievski, þjálfari ÍR var sáttur að vinna í kvöld og sérstaklega að ná að gera það án Matthías Orra. „Við þurftum að spila án Matta sem var heima með flensu og ég hafði smá áhyggjur að því að það yrði erfitt en fyrir leik sá að liðsandinn væri virkilega góður. Strákarnir sýndu það líka inn á vellinum og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Borche Ilievski. 

„Þórsarar eru virkilega gott sóknarlið en við náðum að halda þeim undir 70 stigum og ég er virkilega sáttur við það. Baráttan og liðsandinn var algjör lykill að því,“ sagði Borche um vörnina hjá sínu liði.

Sveinbjörn: Gæti ekki verið sáttari

Sveinbjörn Claesen, leikmaður gestanna var sáttur eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög sáttur, sigur er sigur og við erum á réttri braut. Við vorum á erfiðum útivelli og ég gæti ekki verið sáttari en akkúrat núna,“ sagði Sveinbjörn.

„Matthías er okkar besti maður og er alltaf erfitt að spila á besta manns liðsins. Við erum samt mjög lánsamir því við erum með Daða Berg og Hákon sem eru ekkert smá leikmenn, mér finnst þeir ekki fá það kredit sem þeir eiga skilið,“ sagði Sveinbjörn um hversu mikilvægt væri að sigra leikin án þess að hafa Matthías Orra.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira