Íslenski boltinn

Kekic kominn með þjálfarastarf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sinisa Kekic í leik með Víkingi R.
Sinisa Kekic í leik með Víkingi R. vísir/anton

Sinisa Valdimar Kekic verður næsti þjálfari 3. deildarliðs Sindra. Þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf. Frá þessu er greint á Fótbolta.net.

Kekic lauk löngum ferli með Sindra en hann lék með liðinu á árunum 2011-13, þegar hann var kominn vel yfir fertugt.

Kekic kom upphaflega hingað til lands 1996 og gekk í raðir Grindavíkur. Hann lék í áratug með Grindvíkingum og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar.

Kekic lék einnig með Þrótti R., Víkingi R., HK og Reyni Sandgerði. Hann lék alls 309 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað 98 mörk.

Sindri féll úr 2. deild á síðasta tímabili og leikur því í 3. deildinni á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.