Tíska og hönnun

Síðkjólarnir stálu senunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

CMA-verðlaunahátíðin (Country Music Association Awards) var haldin með pompi og prakt í Nashville í gærkvöldi.

Stjörnurnar fjölmenntu að sjálfsögðu á rauða dregilinn, hver annarri glæsilegri, og sýndu sig og sáu aðra í rándýrum kjólum.

Þúsundþjalasmiðurinn Ruby Rose mætti í glitrandi kjól frá August Getty Atelier. Mynd / Getty Images
Söngkonan Carrie Underwood í dressi frá Fouad Sarkis.
Hæfileikabúntið Miranda Lambert geislaði í kjól frá Tony Ward.
Pink mætti í Monsoori-kjól í fylgd dóttur sinnar, Willow.
Leikkonan Michelle Monaghan í samfestingi frá Paco Rabane.
Fyrirsætan Karlie Kloss í fallegum kjól frá Elie Saab.
Glee-stjarnan Lea Michele valdi kjól í styttri kantinum frá Zuhair Murad.
Söngkonan Faith Hill var glæsileg í kjól frá Armani Privé.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.