Sport

Náðu líklega að bjarga fæti Miller | Mynd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Miller er hér borinn af velli.
Miller er hér borinn af velli. vísir/getty

Ein viðbjóðslegustu meiðsli sem hafa sést lengi í NFL-deildinni komu á sunnudag er Zach Miller, leikmaður Chicago Bears, meiddist illa.

Miller var þá að grípa boltann í endamarkinu en snéri hrikalega upp á hnéð á sér er hann lenti í endamarkinu.

Svo alvarleg voru meiðslin að það varð að rjúka með Miller á spítala og gera neyðaraðgerð í von um að bjarga fætinum. Slagæð fór í sundur og það gæti endað svo að Miller missi fótinn eftir allt saman.

„Hann er ekki alveg sloppinn en þó í eins góðum málum og hægt er núna,“ sagði John Fox, þjálfari Bears, en það þurfti að kalla til sérfræðilækna í þessa stóru og erfiðu aðgerð sem sögð er hafa heppnast vel.

Hér að neðan má sjá hvernig hnéð á Miller fór en það verður að teljast kraftaverk ef hann spilar aftur í NFL-deildinni.

Þetta er viðbjóðslegt að sjá og vonandi heldur Miller fætinum. vísir/getty
NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.