Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 08:36 Mahad Mahamud kom til Noregs árið 2000, þá fjórtán ára gamall. Skjáskot, TV2 Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira