Lífið

Hlakkar í þáttastjórnendum: „It's Mueller time“

Eins og þeim einum er lagið gerðu þeir það með miklum húmor og fundu fjölmargar fyndnar hliðar á málinu.
Eins og þeim einum er lagið gerðu þeir það með miklum húmor og fundu fjölmargar fyndnar hliðar á málinu.
Stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum fóru yfir nýjustu vendingar Rússarannsóknarinnar svokölluðu í gær. Eins og þeim einum er lagið gerðu þeir það með miklum húmor og fundu fjölmargar fyndnar hliðar á málinu.

Stephen Colbert meðal annars las upp tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af sinni einskæru snilld. Það er ljóst að það hlakkaði í einhverjum en þáttastjórnendurnir hafa verið sérstaklega gagnrýnir á forsetann á undanförnum mánuðum.

Þá vonast þeir til þess að Paul Manafort muni þurfa að bera vitni opinberlega og vitnuðu í frægt atvik þar sem hann var spurður hvort að Trump hefði einhver tengsl við rússneska auðmenn.

Stephen Colbert Seth Meyers Trevor Noah Jimmy Fallon

Tengdar fréttir

Manafort segist saklaus af öllum ákærunum

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×