United komið áfram í 16-liða úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn United fagna.
Leikmenn United fagna. vísir/getty
Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Benfica á Old Trafford í A-riðli í kvöld. United hefur unnið alla leiki sína í riðlinum.

Mile Svilar, 18 ára markvörður Benfica, átti viðburðarríkan fyrri hálfleik þar sem hann varði vítaspyrnu Anthonys Martial og skoraði svo sjálfsmark. Skot Nemanjas Matic fór þá í stöngina, bakið á Svilar og í netið.

Svilar varð bæði yngstur (18 ára og 65 daga gamall) til að verja víti og skora sjálfsmark í sögu Meistaradeildarinnar.

Enska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar í leiknum í kvöld og David de Gea þurfti tvisvar að taka á honum stóra sínum. Þá átti Raúl Jiménez skot í stöngina á marki United í seinni hálfleik.

Á 78. mínútu fékk United aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Daley Blind á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur 2-0, United í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira