Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tinni Sveinsson skrifar
Afstaða Framsóknarflokksins gæti ráðið úrslitum um hvort mynduð verður stjórn hægra eða vinstra megin við miðjuna. Fjallað verður nánar um stöðuna eftir Alþingiskosningarnar í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við Óttarr Proppé sem sagði af sér formennsku í Bjartri framtíð í dag og við lífeindafræðing sem sviptur var norskum ríkisborgararétti eftir sautján ár í Noregi, en hann hefur nú sótt um hæli á Íslandi og er málið hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Loks fjöllum við um hryllilegustu hátíðahöld ársins.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×