Erlent

Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein.
Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. Skjáskot

Söng- og leikkonan Coutney Love reyndi að vara konur við framleiðandanum Harvey Weinstein árið 2005. Courtney var í viðtali á rauða dreglinum fyrir viðburð þegar hún var spurð hvort hún gæti gefið ungri konu sem væri að flytja til Hollywood einhver ráð. Hún hikaði fyrst og sagði að hugsanlega lenti hún fyrir dómsdólum fyrir að segja þetta. Hélt hún svo áfram:



„Ef Harvey Weinstein býður þér í einkapartý á Four Seasons hótelinu, ekki fara.“

Myndband af þessu er nú í dreifingu á Twitter. Tugir kvenna hafa síðustu daga stigið fram og sagt frá áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. 

TMZ birti frétt um þessa viðvörun Courtney Love og deildi hún fréttinni á sinni eigin Twitter síðu. Þar skrifaði hún:



„Þó að ég hafi ekki verið ein af fórnarlömbum hans, var ég í eilífðarbanni hjá CAA fyrir að segja þetta um Harvey Weinstein.“



CAA er ein stærsta umboðsskrifstofan í skemmtanabransanum en Kevin Huvane einn af eigendum hennar sagði í viðtali við CNN að hann kannaðist ekki við að Courtney væri á einhverjum svörtum lista.



Fulltrúi Courtney hefur sagt að hún ætli ekki að tjá sig frekar um efni þessa myndbands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×