Enski boltinn

Everton grófast í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Everton-maðurinn Morgan Schneiderlin fær að líta rauða spjaldið.
Everton-maðurinn Morgan Schneiderlin fær að líta rauða spjaldið. vísir/getty
Everton er grófasta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.

Vefsíðan dirtyteams.co.uk hefur reiknað út hvaða lið eru þau grófustu í sögu enskuúrvalsdeildarinnar. Sérstakt stigakerfi var notað til að meta hversu gróf liðin eru.

Lið fá 25 stig fyrir rautt spjald, fimm fyrir gult spjald og eitt fyrir hvert brot.

Everton hefur fengið 21.211 stig í 962 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Ríkjandi meistarar Chelsea koma næstir með 20.572 stig og Arsenal er með 20.048 stig.

Derby County er hins vegar með flest gul spjöld (2,02) og flest brot (14,28) að meðaltali í leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×