Enski boltinn

Leikmenn Chelsea orðnir þreyttir á þjálfunaraðferðum Conte

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Conte lætur sína menn svitna á æfingum.
Antonio Conte lætur sína menn svitna á æfingum. vísir/getty
Nokkrir leikmanna Englandsmeistara Chelsea ku ekki vera ánægðir með þjálfunaraðferðir Antonios Conte. Daily Mail greinir frá.

Chelsea ekki byrjað tímabilið vel og er níu stigum á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Auk þess eru mikil meiðsli í herbúðum Chelsea og hópurinn er þunnskipaður.

Conte er harður húsbóndi og lætur sína menn æfa stíft. Það gaf góða raun á síðasta tímabili en nú er álagið meira, enda Chelsea í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Ofan á það bætist að Conte var ósáttur hvernig til tókst á félagaskiptamarkaðinum fyrir tímabilið. Ítalinn hefur verið ófeiminn við að láta þessa skoðun sína í ljós á blaðamannafundum.

David Luiz, Tiémoué Bakayoko, N'Golo Kanté, Victor Moses og Danny Drinkwater eru allir á meiðslalistanum hjá Chelsea sem tekur á móti Watford í hádeginu á morgun.


Tengdar fréttir

Conte: Mourinho hugsar mikið um Chelsea

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut á kollega sinn hjá Manchester United, José Mourinho, eftir 3-3 jafntefli Englandsmeistaranna við Roma í Meistaradeild Evrópu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×