Lífið

Pétur Jóhann kramdi bíla á 75 tonna jarðýtu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur Jóhann skemmti sér mjög vel.
Pétur Jóhann skemmti sér mjög vel.
Pétur Jóhann Sigfússon fór af stað með glænýjan þátt á Stöð 2 í gærkvöldi en þátturinn ber nafnið PJ Karsjó.

Í þáttunum fær fólk að sjá sjúklega flotta bíla í bland við allskonar vitleysu í tengslum við farartæki.

Í þættinum í gær kramdi til að mynda Pétur nokkra bíla á CATERPILLAR d10t. Jarðýtan er 606 hestöfl og 75 tonn. Pétur segir sjálfur að um sé að ræða móðir allra jarðýta.

Pétur fékk ónýta bíla frá Vöku og einfaldlega lék sér að því að kremja þá eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×