Innlent

Missti stjórn á bifreiðinni á Reykjanesbraut þegar hann fór úr peysunni á ferð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hámarkshraði á Reykjanesbraut er 90 kílómetrar á klukkustund.
Hámarkshraði á Reykjanesbraut er 90 kílómetrar á klukkustund. Vísir/Vilhelm
Bifreið var ekið út af Reykjanesbraut í vikunni og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Ökumanninum hafði orðið heitt á meðan akstrinum stóð og ákvað þá að losa öryggisbeltið sitt til þess að fara úr peysunni. Við þetta missti hann svo stjórn á bifreiðinni og ók út af. 

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum fauk álstigi af bifreið á Reykjanesbrautinni. Stiginn hafnaði á tveimur bifreiðum og skemmdust þær nokkuð. Lögreglan á Suðurnesjum kærði nokkra fyrir of hraðan akstur í vikunni en sá sem ók hraðast mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km á klukkustund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×