Erlent

52 létust í átökum lögreglu og íslamskra vígamanna

Anton Egilsson skrifar
Frá Bahariya í Egyptalandi.
Frá Bahariya í Egyptalandi. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 52 lögreglumenn og vígamenn féllu í valinn og 6 særðust eftir að til skotbardaga kom í Egyptalandi gær. Fréttaveitan Reuters greinir frá þessu.

Til átaka koma þegar lögreglumennirnir gerðu áhlaup á herbækistöð í Bahariya, sem staðsett er í eyðimörk um 370 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Kaíró, þar sem að meðlimir Hasm-hreyfingarinnar héldu til. Hreyfingin sem er tengd hryðjuverkasamtökunum Múslimska bræðralaginu hefur að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölmörgum árásum sem meðal annars hafa beinst að lögreglumönnum og dómurum.

Innanríkisráðherra Egyptalands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem staðfest er að bæði lögreglumenn og vígamenn hafi týnt lífi sínu í skotbardaganum en upplýsingar um staðfesta tölu látinna eru ekki gefnar upp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×