Erlent

Aðstoðaði vinkonu sína við sjálfsvíg og tók það upp á myndband

Anton Egilsson skrifar
Hinn átján ára Tyerell Przybycien er ákærður fyrir morð.
Hinn átján ára Tyerell Przybycien er ákærður fyrir morð. Skjáskot
Hinn átján ára Tyerell Przybycien hefur verið ákærður fyrir morð fyrir að hafa aðstoðað hina sextán ára gömlu Jchandra Brown við að fremja sjálfsvíg og taka það upp á myndband. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér að lágmarki fimmtán ára fangelsisdóm.

Að því er fram kemur í frétt CNN um málið hengdi Brown sig í almenningsgarði skammt frá heimili sínu í borginni Payson í Utah fylki í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum.  Var Przybycien með í för en hann keyrði hana á staðinn en einnig liggur fyrir að hann hafi keypt reipið sem Brown notaði við sjálfsvígið. Þá tók hann upp tíu mínútna langt myndskeið af Brown, allt frá undirbúningi sjálfsvígsins til dánarstundar hennar.

Fyrir liggja smáskilaboð sem Przybycien sendi til vinar síns þar sem hann ræðir opinskátt um að hann ætli að aðstoða vinkonu sína við að fremja sjálfsvíg.

„Hvað myndir þú gera ef að þú ættir vin sem væri að reyna að fremja sjálfsvíg ?,” segir í smáskilaboðum sem hann sendi vini sínum tveimur vikum fyrir sjálfsvíg Brown.

Þegar vinurinn svaraði um hæl að í þeim sporum myndi hann tala viðkomandi út úr því svaraði Przybycien: „,Málið er að mig langar til að hjálpa henni að fremja sjálfsvíg, það væri æðislegt. Í alvöru talað, ég ætla að hjálpa henni. Þetta er eins og að komast upp með morð. Ég meina það með fullri alvöru að ég er ekki að grínast. Þetta er að fara að gerast eftir eina viku eða tvær.”  

Gæti fengið lífstíðardóm

Í Utah fylki eru ekki í gildi lög sem taka til þeirra tilvika þegar einstaklingur aðstoða aðra við að fremja sjálfsvíg. Er Przybycien því ákærður fyrir morð og gæti þar af leiðandi hlotið lífstíðarfangelsisdóm.

Svipað mál gekk í Massachusetts-ríki í júní síðastliðnum en þá var hin tvítuga Michelle Carter dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. Hlaut hún tveggja og  hálfs árs fangelsisdóm.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×