Handbolti

Lærisveinar Alfreðs náðu í jafntefli gegn Fuchse Berlin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Gíslason hefur þjálfað Kiel í nærri áratug
Alfreð Gíslason hefur þjálfað Kiel í nærri áratug Vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel gerðu jafntefli við Fuchse Berlin í eina leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Leikurinn var hörkuspennandi á lokamínútunum. Fuchse Berlin var einu marki yfir þegar 13 sekúndur lifðu af leiknum. Kiel fékk hins vegar vítakast á lokasekúndunni sem Niclas Ekberg skoraði úr og tryggði Kiel jafntefli.

Bjarki Már Elísson komst ekki á blað fyrir Berlínarliðið í kvöld.

Þetta var fyrsta jafntefli beggja liða í deildinni. Fuchse Berlin fer á toppinn með eins stigs forskot á Rhein-Neckar Löwen sem hafa spilað einum leik færra, en Kiel er í áttuna sæti deildarinnar eftir tíu leiki.


Tengdar fréttir

Hannover henti Kiel út úr bikarnum

Martraðartímabil liðs Alfreðs Gíslasonar, Kiel, heldur áfram en í kvöld lauk liðið keppni í þýsku bikarkeppninni.

Rúnar vann Bjarka Má

Rúnar Kárason hafði betur gegn Bjarka Má Elíssyni þegar lið þeirra mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×