Enski boltinn

Hörður og Birkir fengu að spila

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin Magnússon er búinn að hirða til sín vinstri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu.
Hörður Björgvin Magnússon er búinn að hirða til sín vinstri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu. vísir/anton
Hörður Björgvin Magnússon kom inn á 68. mínútu í lið Bristol City sem steinlá fyrir Leeds á heimavelli í ensku 1. deildinni í dag.

Staðan var nú þegar orðin 0-3 þegar Herði var skipt inn á. Samuel Saiz skoraði tvö marka Leeds og Pierre-Michel Lasogga það þriðja.

Mikil læti urðu undir lok leiks og fengu leikmenn beggja liða að líta rauða spjaldið, þeir Bobby Reid hjá Bristol og Kalvin Phillips hjá Leeds.

Birkir Bjarnason fékk loksins að koma við sögu hjá Aston Villa, en honum var skipt inn á 86. minútu í sigri liðsins á Fulham.

John Terry kom Villa yfir á 29. mínútu áður en Stefan Johansen jafnaði undir lok hálfleiksins. Albert Adomah tryggði Villa svo sigurinn á 49. mínútu.

Jón Daði Böðvarsson gat ekki tekið þátt í 2-1 tapi Reading gegn Sheffield United vegna meiðsla og Aron Einar Gunnarsson er enn meiddur og því frá í liði Cardiff sem vann Middlesbrough.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×