Erlent

Trump vill aflétta leynd á gögnum um morðið á Kennedy

Anton Egilsson skrifar
Trump hefur vald til þess að halda gögnunum lengur enn frekar.
Trump hefur vald til þess að halda gögnunum lengur enn frekar. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill aflétta leynd á gögnum morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Greindi hann frá þessu í færslu á Twitter-reikningi sínum fyrr í dag.

John F. Kennedy var skotinn til bana þann 22. nóvember árið 1963 í borginni Dallas í Texasfylki. Meintur banamaður hans var Lee Harwey Oswald.  Árið 1992 voru sett lög um gögn sem bandaríska alríkislögreglan og bandaríska leyniþjónustan hafa undir höndum og var þeim markaður gildistími í 25 ár. Á fimmtudaginn næstkomandi eru 25 ár liðin frá setningu laganna og stendur þá til að opinbera gögnin. Trump hefur þó vald til þess að halda gögnunum leyndum enn frekar.

Að því er fram kemur í frétt Washington Post um málið á Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónstunnar, að hafa reynt að sannfæra forsetann um að tryggja gögnunum áframhaldandi leynd. Virðist það ekki hafa haggað við forsetanum.

Á meðal þess sem talið er vera í gögnunum eru upplýsingar um ferðir Lee Harvey Oswald um Mexíkó skömmu fyrir morðið á Kennedy og samskipti hans við kúbanska og sovéska njósnara þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×